Fréttir

Lengdur opnunartími/summer opening hours

Lengdur opnunartími/summer opening hours

Nú þegar það er kominn maí þá erum við farnar að hafa opið frá 10 til 18 alla daga. Endilega kikið við, alltaf eitthvað nýtt að sjá, verið velkomin.

Now that May is here we have changed our opening hours, we are open now between 10 until 18. You are welcome to stop by, always something new to feast your eyes.

2017

Smakk úr héraði/ taste of the West

Smakk úr héraði/ taste of the West

Við bjóðum uppá smakk úr héraði fyrir hópa. Þar er um að ræða smakk af því helsta sem við bjóðum hér til sölu. Smakkið er árstíðabundið. Einnig bjóðum við uppá hefðbundið bakkelsi og þá er um pönnukökur og kleinur að ræða. Athugið að hvort tveggja þarf að panta með minnst viku fyrirvara.

Lesa nánar
2017

Gleðilegt ár. Happy new year

Það er gaman að segja frá því að við erum komin með harðfisk og hákarl í sölu. Einnig erum við að fá hrákökur frá Matarbúri Kaju á Akranesi en þær eru hrá,vegan, glútenlausar og lífrænt vottaðar. Fáum einnig pasta úr Norðurárdalnum. Það er alltaf eitthvað nýtt að sjá hjá okkur svo ég hvet ykkur til að kíkja við næst þegar þið eigið leið um.

Lesa nánar
2017

Opnunartímar á um jól og áramót.

Opið verður í dag til klukkan 8 í kvöld. Á morgun Þorláksmessu verður opið á milli 12 og 21. Lokað verður á aðfangadag, jóladag og á annan í jólum.

Á milli jóla og nýars verður hefðbundin opnunartími eða frá 12 til 17. Lokað á gamlarsdag og nýarsdag. Opnun svo hress á nýju ári 2. janúar klukkan 12.

Ljómalind óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

Lesa nánar
2016

Vetraropnun

Vetraropnun

Við verðum með opið í vetur alla daga á milli 12 og 17.

Við fáum reglulega nýjar vörur í sölu hjá okkur, núna í haust er til að mynda mikið úrval af matvöru. Eigum einnig alltaf til mjög gott úrval af fallegu handverki.

Our opening hours in the winter are from 12 until 17 every day.

We are constantly getting new products for example now we have increased our variety of food. We also have lots of arts and crafts.

2016

Sumaropnun

Sumaropnun

Ljómalind er nú opinn alla daga frá kl. 10:00 á morgnanna til kl. 18:00. Það er komið nokkuð af salati, tómataplöntum, kryddplöntum og svo auðvitað allt hitt.

Verið velkomin í Ljómalind.

2016

Nýr verslunarstjóri

Nýr verslunarstjóri

Nú þegar tímabundinni ráðningu Evu Hlínar Alfreðsdóttur sem framkvæmdastjóra er lokið tekur Sigurbjörg Kristmundsdóttir við sem verslunarstjóri.

Sigurbjörg er viðskiptafræðingur frá Bifröst og hefur einnig lokið meistaranámi í alþjóðaviðskiptum frá sama skóla. Hún er vestan úr Dalasýslu en býr nú í Borgarnesi.

Um leið og við þökkum Evu Hlín Alfreðsdóttur fyrir vel unnin störf bjóðum við nýjan verslunarstjóra velkominn til starfa.

2016

Ljómalind á Mannamótum

Ljómalind á Mannamótum

Í gær fóru tveir glæsilegir fulltrúar Ljómalindar á Mannamót markaðsstofa landshlutanna sem Flugfélagið Ernir hýsti í einu flugskýla sínu á Reykjarvíkurflugvelli.

Margt var um manninn á þessari stóru fagsýningu þar sem landshlutarnir kynna það sem þeir hafa uppá að bjóða.

Við í Ljómalind vorum helst að kynna ferðaheildsölum að við tökum á móti hópum í sérstakar upplifunar "smakk úr héraði" heimsóknir sem hafa vakið mikla lukku.

Víkingaheimar sendu einnig sinn fulltrúa í fallegum klæðum forfeðranna og smelltum við því af mynd með honum Helga.

2016

Jól í Ljómalind

Jól í Ljómalind

Við í Ljómalind eigum heilmikið úrval af fallegri jólavöru sem hentar vel í litla pakka. Bæði svokallaða Litlu- jóla pakka og starfsmannagjafir.

Fallegar vinkonugjafir og hentugar herragjafir. Sjón er sögu ríkari.

2015

Opnum snemma í dag vegna slæmrar veðurspár

Opnum snemma í dag vegna slæmrar veðurspár

Við sem stöndum sjálfboðavaktir í Ljómalind komum víðsvegar að. Vegna slæmrar spár í dag er ekki mælt með að fólk sé á ferðinni og við viljum virða það.

Þess vegna ætlum við að opna snemma í dag en jafnframt lokum við klukkan fjögur í dag. Við mælum hiklaust að fólk nái sér í kex, sultu og hvítmygluostinn Bríeti (sem er á tilboði) og hafi það huggulegt heima á meðan stormurinn flýtir sér yfir landið okkar góða.

2015

Opnunartími í aðdraganda jóla

Opnunartími í aðdraganda jóla

Opnum alla daga klukkan eitt

Opið til klukkan 18

Kvöldopnun

fimmtudaginn 17. desember huggulegheit og opið til klukkan 22.

 

Lesa nánar
2015

Keppum í handavinnu

Keppum í handavinnu

Allir þekkja hið merka fyrirbæri Jólasokkinn sem ásamt aðeins minna þekkta fyrirbærinu Ljótupeysu sem hefur rutt sér til rúms í íslenskri aðventu undandarin ár. Við í Ljómalind Sveitamarkaði í Borgarnesi fögnum aðventunni en jafnframt keppnisskapinu og fjölbreytileikanum.

Við kynnum því tveggja flokka handavinnukeppni.

Lesa nánar
2015